Hinrik Bragason og Gústaf Ásgeir náðu báðir að komast inn í Landslið Íslands í hestaíþróttum 2013. Hinrik vann sér sæti með  því að vera efstur í tölti á úrtöku um miðjan júní.  Gústaf þurfti að bíða aðeins lengur og var valinn af liðsstjóranum, Hafliða Halldórssyni, inn í liðið með Björk frá Enni. Spennandi ferð til Berlínar framundan!