Annað liðið sem við kynn­um til leiks er lið Hest­vits/Á​rbakka. Það er að mestu óbreytt frá því í fyrra fyr­ir utan einn knapa en Jó­hann Krist­inn Ragn­ars­son kem­ur í stað Ólafs Brynj­ars Ásgeirs­son­ar. Aðrir liðsmenn eru heiðurs­hjón­in Hinrik Braga­son og Hulda Gúst­afs­dótt­ir ásamt syni sín­um Gúst­afi Ásgeiri Hinriks­syni og tengda­dótt­ur Jó­hönnu Mar­gréti Snorra­dótt­ur, sann­kallað fjöl­skyldulið.

Hinrik Braga­son er liðsstjóri liðsins en hann er tamn­ingamaður og reiðkenn­ari á Árbakka. Hinrik er marg­fald­ur heims-, Íslands- og Norður­landa­meist­ari. Hann hef­ur einnig sýnt fjölda kyn­bóta­hrossa í háar töl­ur á sín­um ferli. Hinrik sigraði A-flokk á LM 2011 og var kjör­inn gæðingaknapi árs­ins 2011. Hinrik hef­ur einnig margoft keppt á HM fyr­ir Íslands hönd, síðast á HM í Berlín 2013 á Smyrli frá Hrís­um.

Gúst­af Ásgeir Hinriks­son er fleiri tug­fald­ur Íslands­meist­ari í yngri flokk­um í öll­um grein­um. Hann hef­ur einnig náð eft­ir­tekt­ar­verðum ár­angri í skeiðgrein­um og varð þar Íslands­meist­ari á meðan hann var enn ung­menni. Hann sigraði ung­menna­flokk Lands­móts 2014 og 2016. Hann er son­ur þeirra Hinriks og Huldu. Hann út­skrifaðist sem reiðkenn­ari og þjálf­ari frá Hól­um vorið 2018. Gúst­af hef­ur þris­var keppt á HM í ung­menna­flokki, varð heims­meist­ari á Pistli frá Litlu-Brekku í fjór­gangi 2017. Á síðasta HM, 2019 í Berlín, var hann í fyrsta skipti sem full­orðinn knapi og var í A úr­slit­um í fimm­gangi á Sprota frá Innri-Skelja­brekku.

Hulda Gúst­afs­dótt­ir er tamn­ingamaður og reiðkenn­ari á Árbakka. Sam­hliða rekstri Árbakka hesta reka þau Hinrik út­flutn­ings­fyr­ir­tækið Hest­vit ehf. Hulda er marg­fald­ur Íslands- og Norður­landa­meist­ari og hef­ur jafn­framt verið í ís­lenska landsliðinu á heims­meist­ara­mót­um og verið í úr­slit­um þar, efst í öðru sæti. Hún var val­inn Íþróttaknapi árs­ins árið 2016 og hef­ur verið til­nefnd sem slík nokkr­um sinn­um.

Jó­hanna Mar­grét Snorra­dótt­ir út­skrifaðist sem reiðkenn­ari og þjálf­ari frá Há­skól­an­um á Hól­um árið 2018. Hún starfar við þjálf­un og reiðkennslu á Árbakka. Jó­hanna hef­ur átt góðu gengi að fagna á keppn­is­vell­in­um en hún var kjör­in efni­leg­asti knap­inn árið 2015 og var í 2 sæti á HM í Hern­ing 2015 í slaktauma­tölti í ung­menna­flokki á Stimpli frá Vatni. Jó­hanna Mar­grét sigraði einnig ung­linga­flokk­inn á LM2011 á Bruna frá Haf­steins­stöðum.

Jó­hann Krist­inn Ragn­ars­son er út­skrifaður tamn­ingamaður og reiðkenn­ari frá Há­skól­an­um á Hól­um og starfar á hross­a­rækt­ar­bú­inu Pulu. Jó­hann hef­ur verið öt­ull á keppn­is­braut­inni sem og kyn­bóta­braut­inni síðast liðin ár. Jó­hann reið árið 2018 með Hest­vits liðinu sem villikött­ur, sigraði gæðinga­skeiðið og er til alls lík­leg­ur á kom­andi keppn­is­tíma­bili. Sjá frétt á mbl.is