Umhverfisverðlaun 2014

Umhverfisverdlaun2

Hinni og Hulda

Umhverfisverdlaun1

Allir saman

Í miðju keppnisstressinu í júlí fengum við skemmtilegt símtal. Var þar formaður Umhverfisnefndar Rangárþings ytra, Anna María á Helluvaði sem tilkynnti okkur að Árbakki og við hefðum hlotið Umhverfisverðlaun RY fyrir snyrtilegasta lögbýlið í sveitarfélaginu árið 2014. Við erum yfir okkur stolt af þessari viðurkenningu og fengum hana formlega afhenta nokkrum dögum síðar. Bestu þakkir til Rangárþings ytra fyrir skemmtilegt framtak í sveitarfélaginu sem hvetur til góðrar umgengni.