Haust á Árbakka

Semriach október 2013

Semriach október 2013

Nú er október langt liðínn og haustverkin í fullum gangi.  Búið að frumtemja töluvert að Hnokkabörnum sem og 2 undan Straumi frá Breiðholti, mjög spennandi tryppi.

Haustið er líka sá tími sem við  helst reynum að komast í smá frí og skjótast frá.  Og það tókst okkur um miðjan október, skutumst í viku til Austurríkis að heimsækja Piet Hoyos vin okkar.  Auðvitað varð meira úr ferðinni en bara frí, Hinni reið gömlum vini, Náttari frá Þorláksstöðum með glæsibrag og sigraði fjórgang á Steiriska meistaramótinu sem fram fór.  Svo var heilsað upp á vini og viðskiptavini og reynt að slappa dálítið af.  Umhverfið hjá Piet Hoyos í Semriach, þar sem meðal annars fyrstu Evrópumótin voru haldin fyrir um 40 árum, er eins og að sitja inni í póstkorti.  Þessa mynd tók Petra Tropper af okkur Hinna og Piet þar sem við erum að horfa á skeiðkeppnina hjá Piet.  Ég er að vinna í að fá fleiri myndir sem ég set inn á næstunni.